Facebook Twitter

Spurt og svarað

Hér eru helstu spurningar og svör, sendu okkur fyrirspurn ef það er eitthvað annað.
Hvernig byrja ég?
Þú byrjar á að skrá þig sem notanda á Konto.is. Við skráningu ertu beðin/n um skrá þær upplýsingar um sendanda reiknings. Að því loknu getur þú hafist handa við að skrifa og senda reikninga.
Ég er að nota annað reikningakerfi. Get ég skipt yfir og notað Konto.is hvenær sem er?
Já, þú getur skipt hvenær sem er um reikningakerfi. Það þarf ekki að gerast um áramót eða í tengslum við uppgjör. Það má líka vera ný númeraröð svo lengi sem hún sé augljóslega greinanleg frá öðrum reikningum.
Samþykkir RSK reikninga úr Konto sem löggilda reikninga?
Já. Konto er reikningakerfi sem gefur út löggilda rafræna reikninga. Konto uppfyllir allar kröfur í reglugerð nr. 505/2013.
Hvernig ég stofna og sendi reikning?
Já, þetta er einfalt mál. Þú skráir þig inn á konto.is og velur „Senda reikning“. Þú skráir upplýsingar um viðskiptavin og svo getur þú valið að senda reikning á hann. Þú getur búið til vörur jafnóðum eða skráð vörur á vörulista og valið þær þaðan þegar þú útbýrð reikning. Athugaðu að þú þarft að vera með VSK númer skráð í reikningsupplýsingar svo þú getir gefið út reikning með VSK.
Hvernig sendist reikningurinn?
Þú hefur val um að senda reikninginn sem PDF skjal á tölvupóst kaupanda (algengast) eða að senda hann í gegnum skeytamiðil sem XML skjal beint inn í viðskiptakerfi kaupanda. Til þess að hið síðarnefnda sé mögulegt þá þarf kaupandinn að vera tengdur skeytamiðlara (yfirleitt aðeins stærri aðilar, ríki, borg og sveitarfélög).
Hvernig er áreiðanleiki reiknings sem sendur er á tölvupósti tryggður?
Reikningar sem sendir eru sem PDF skjal á tölvupósti eru alltaf rafrænt undirritaðir til að tryggja bæði rekjanleika og áreiðanleika þeirra.
Má ég vera með fleiri en eitt reikningakerfi?
Já. Þú verður bara að gæta þess að í hverju og einu reikningakerfi sé hlaupandi númeraröð
Hvernig sendi ég reikning á erlendan aðila?
Þú getur skráð kennitöluna 1111111119. Mögulegt að setja upplýsingar um svæðisnúmer og póstbox í reitinn heimilisfang. Einnig er viðeigandi að velja tungumálið Enska fyrir úttak reiknings og skilaboð. Svo má breyta um gjaldmiðil fyrir viðkomandi viðskiptavin og merkja aðila sem undanskilinn VSK.
Er hægt að keyra út yfirlit fyrir ákveðið tímabil?
Já. Það er í boði fyrir notendur í greiddri áskrift að keyra út skýrslur og fá skýrslur í áskrift. Notendur geta valið á milli þess að fá PDF skýrslu eða CSV skýrslu.
Af hverju rafrænn reikningur?
Því þeir spara bæði þér og kaupendum tíma og peninga. Enginn pappírs- eða póstkostnaður. Sparnaður við móttöku fyrir kaupanda er 800-1.000 kr á reikning.
Hvar eru gögnin vistuð?
Gögnin eru vistuð í ISO vottuðu gagnaveri (ISO 270001) hjá viðurkenndum hýsingaraðila hérlendis.
Eru tekin öryggisafrit af reikningum?
Já. Konto tekur regluleg öryggisafrit og eru gögnin þín örugg hjá okkur.
Get ég skráð kostnaðarreikninga í Konto?
Já. Það er í boði fyrir notendur í greiddri áskrift að virkja viðbótina Kostnaðarskráning. Við það er opnað fyrir skráningu á kostnaði. Mögulegt er að taka mynd af kvittun eða reikningi og hlaða inn í form á Konnto. Einnig er í boði fyrir notendur sem hafa virkjað Kostnaðarskráningu að óska eftir því að seljendur sendi rafrænan reikning (xml) á Konto. Konto móttekur rafræna reikninga fyrir þig og skráir viðeigandi upplýsingar í kostnaðarskráningu.
Get ég hent kvittun og pappírsreikningum eftir að hafa tekið mynd?
Enn sem komið er, þá er farið fram á að varðveita frumrit reiknings og/eða kvittun. Það þarf ekki að skila kvittunum og pappírsreikningum til bókara sem veita bókhaldsþjónustu í gegnum Konto, þessir bókarar vinna með þær upplýsingar sem þú skráir í Konto. En, endilega geymdu pappírinn þar til lagabreyting hefur gengið í gegn.
Get ég sent afrit af reikningum á bókarann/endurskoðandann minn?
Já. Við nýskráningu geturðu skráð netfang bókara. Í kjölfarið fær bókarinn þinn alltaf sent eintak af útgefnum reikningum á tölvupósti.

Þú getur breytt netfangi bókara eða bætt nýju við undir Stillingar > Reikningsupplýsingar.
Hvað kostar þetta?
Við bjóðum upp á ókeypis útgáfu þar sem þú getur mánaðarlega sent ótakmarkað magn rafræna reikninga sem PDF skjal með tölvupósti og allt að 10 rafræna reikninga sem XML skjöl í gegnum skeytamiðil beint inn í viðskiptakerfi greiðanda. Því til viðbótar erum við með þrjár greiddar áskriftarleiðir. Sjá verðupplýsingar.
Hvernig nálgast ég hreyfingarlista fyrir viðkomandi viðskiptavin?
Með því að velja Viðskiptavinir > Hreyfingarlisti. Í kjölfarið færirðu inn viðeigandi tímabil og netfang til að senda hreyfingarlistann á.
Get ég stofnað kröfu í netbanka greiðanda?
Já, þú getur stofnað kröfu samhliða útgáfu reiknings. En fyrst þarftu að vera búinn að ganga frá innheimtusamningi við þinn viðskiptabanka.

Nánari leiðbeiningar um hvernig gengið er frá innheimtusamningi og kröfustofnun virkjuð er að finna undir Áskriftir og viðbætur > Kröfustofnun.
Hvað eru hraðgreiðslur?
Með hraðgreiðslum geturðu boðið viðskiptavinum þínum upp á hvatningu til að greiða kröfu í netbanka strax (innan þriggja daga) í formi afsláttar. Með því geturðu stuðlað að jákvæðara sjóðstreymi.

Til þess að virkja hraðgreiðslur ferðu í Áskriftir og viðbætur > Hraðgreiðslur. Áður en þú getur virkjað hraðgreiðslur þá þarftu að vera búin(n) að virkja kröfustofnun. Nánari upplýsingar um kröfustofnun er að finna undir Áskriftir og viðbætur > Kröfustofnun.
Get ég sent út reikninga í áskrift eða boðgreiðslur?
Já. Þú getur sent út reikninga sjálfvirkt vikulega, mánaðarlega, ársfjórðungslega eða árlega. Reikningarnir sendast út sjálfkrafa eftir að þú hefur sett upp viðkomandi áskriftarþjónustu. Hægt er að tengja fjárhæð reiknings við vísitölu neysluverðs. Þú hefur einnig þann möguleika að stofna kröfu í heimabanka sjálfkrafa út frá hverjum útgefnum reikning í viðkomandi áskriftarþjónustu.

Viðbótin Áskriftarreikningar virkjast sjálfkrafa þegar þú virkjar Kröfustofnun viðbótina. Sjá nánar um Áskriftarreikninga og tengingu á vístölu neysluverðs
Get ég selt vörur á netinu með Konto?
Já. Þú getur á auðveldan hátt stofnað sölusíðu fyrir allar vörur sem þú hefur skráð í Konto. Þú hefur val um að setja inn söluform á þína eigin síðu (e. embed) eða útbúa söluhlekk sem vísar á undirsíðu konto.is. Þegar viðskiptavinur þinn smellir á hlekkinn fyrir sölusíðuna, t.d. ef þú hefur dreift hlekknum á Facebook, þá opnast sölusíða þar sem hann er beðinn um nauðsynlegar upplýsingar. Í kjölfarið stofnar Konto sjálfkrafa reikning vegna sölunnar sem sendur er á kaupanda og kröfu í heimabanka kaupanda. Þú færð síðan tilkynningu á tölvupósti þegar krafan hefur verið greidd.

Viðbótin Selja vörur á netinu virkjast sjálfkrafa þegar þú virkjar Kröfustofnun viðbótina. Sjá nánar um Selja vörur á netinu með Konto
Get ég rafrænt undirritað skjöl með Konto?
Já. Konto býður upp á rafræna undirskrift sem uppfyllir allar hérlendar lagakröfur auk þess að uppfylla kröfur EU reglugerðar nr. 910/2014 (eIDAS) fyrir fullgildar rafrænar undirskriftir sem jafngilda handrituðum undirskriftum. Rafrænar undirskriftir með Konto uppfylla þar með kröfur allra dómstóla í Evrópu með fullnægjandi stuðningi laga fyrir rafrænar undirskriftir.

Þú getur virkjað prufuáskrift fyrir Rafræn undirritun skjala undir Áskriftir og viðbætur. Sjá nánar um Rafrænar undirskriftir með Konto